<b>Almennt:</b>
Fotoval ehf áskilur sér rétt til að breyta eða hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig ef varan er búin. Einnig áskilur Fotoval ehf sér rétt til að hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust.

<b>Ábyrgð:</b>
Allar nýjar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda og eins árs ábyrgð til fyrirtækja.
Notaðar vörur eru seldar með sex mánaða ábyrgð.
Ábyrgð er tekin á galla í vörum miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu.

<b>Afhending vöru</b>
Dreifing er í höndum Íslandspósts og gilda skilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Fotoval ehf. ber skv. þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verð vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

<b>Skattar og gjöld:</b>
Öll verð í netverslun eru með VSK.

<b>Trúnaður;</b>
Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.