Ný linsa frá Sigma væntanleg í nýrri Art línu Sigma, þetta er fyrsta linsan sem er með stærsta ljósop f 1,8 yfir allt zoomsvið linsunnar.
Fyrir í nýrri A línu Sigma er 35mm f1,4 A linsan sem hefur fengið gríðarlega góða dóma fyrir myndgæði og byggingu.
Þessi linsa er fyrir stafrænar myndavélar með APS stærð myndflögu og er brennivídd hennar samsvarandi 28-52,5 mm í 35 mm kerfinu.