Í dag kvöddum við gömlu heimasíðuna okkar og með sumar í hjarta settum við í loftið splúnkunýja og notendavænni heimasíðu. Með þessu móti náum við að þjónusta viðskiptavini okkar á enn betri hátt en áður. Endurbætt vefverslun, skilvirkari uppsetning og nútímavætt útlit, er eitthvað sem ætti að falla vel í kramið hjá öllum sem nýta sér þjónustu okkar. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi nýja viðmótið má senda okkur fyrirspurn í gegnum „Hafa samband“ síðuna í valmyndinni.